Íslenski boltinn

Leiknir enn í harðri fallbaráttu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Leiknis og KA.
Úr leik Leiknis og KA. Mynd/Matthías Ægisson

Leikni tókst ekki að vinna þau þrjú stig sem liðinu stóð til boða í dag en liðið tapaði fyrir KA á heimavelli, 3-2.

Fyrir vikið er Leiknir enn í tíunda sæti deildarinnar með sautján stig, tveimur stigum á undan Njarðvík sem er í ellefta sæti.

Botnliðin tvö, Njarðvík og KS/Leiftur, gerðu fyrr í dag markalaust jafntefli en síðarnefnda liðið er í neðsta sæti deildarinnar með tólf stig þegar þrjár umferðir eru eftir.

Leiknir á eftir að mæta bæði Njarðvík og KS/Leiftri í síðustu tveimur umferðum mótsins og mun fallbaráttan ráðast mikið af þessum leikjum.

KS/Leiftur - Njarðvík 0-0

Leiknir - KA 2-3

0-1 Norbert Farkas (19.)

0-2 Andri Júlíusson (45.)

0-3 Andri Júlíusson (54.)

1-3 Hilmar Árni Halldórsson (56.)

2-3 Halldór Kristinn Halldórsson (66.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×