Íslenski boltinn

Myndasyrpa af fögnuði KR-inga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bikarmeistarar KR.
Bikarmeistarar KR. Mynd/E. Stefán

KR-ingar urðu í dag bikarmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik á Laugardalsvelli, 1-0.

Fögnuður KR-inga var mikill í leikslok en það eru fimm ár síðan að félagið vann síðast einn af stóru titlunum. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í blálok leiksins sem var annars fremar bragðdaufur.

Sigurgleðin var hins vegar ósvikin og má hér sjá myndir af fagnaðarlátunum.



Grétar Sigurðarson, Jónas Guðni Sævarsson og Gunnlaugur Jónsson halda hér bikarnum á lofti. E. Stefán
Skúli Jón Friðgeirsson þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. E. Stefán
Það gerðu Viktor Bjarki Arnarsson og Pétur Marteinsson líka. E. Stefán
Jónas Guðni fór fyrir sínum mönnum í fagnaðarlátunum. E. Stefán
Tilfinningarík stund fyrir fyriliðann sem og aðra KR-inga. E. Stefán
Nafnarnir Guðmundur Pétursson og Guðmundur Reynir Gunnarsson faðmast. E. Stefán
Jónas Guðni leiðir stríðsdansinn. E. Stefán
Björgólfur Takefusa og Pétur glaðir á svip. E. Stefán
Sigursteinn Gíslason fékk góða tolleringu í leikslok enda á förum frá KR þar sem hann mun nú taka við þjálfun Leiknis. E. Stefán
Jónas Guðni og Gunnlaugur smella kossi á bikarinn áður en hann fer á loft. E. Stefán
Hér fagna KR-ingar bikarnum góða. E. Stefán
Svo tók vatnsstríðið góða við. E. Stefán
Björgólfur með bikarinn góða. E. Stefán
Bikarmeistarar KR árið 2008. E. Stefán

Tengdar fréttir

KR bikarmeistari í ellefta sinn

KR varð í dag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fjölni í heldur bragðdaufum úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Björgólfur: Æskudraumurinn rættist

„Það hefur verið æskudraumur minn að standa á þessum velli og syngja We are the Champions með Queen. Hann rættist í dag,“ sagði Björgólfur Takefusa, leikmaður KR.

Logi: Áttum skilið að vinna

Logi Ólafsson, þjálfari KR, var kampakátur eftir sigur sinna manna á Fjölni í úrslitum bikarkeppni karla í dag, 1-0.

Óskar: Frábært sumar hjá KR

Óskar Örn Hauksson var hetja KR í dag þar sem hann átti beinan þátt í sigurmarki KR á lokamínútum úrslitaleiks bikarkeppninnar gegn Fjölni í dag.

Pétur kvaddi með bikar

Pétur Marteinsson lék í dag sinn síðasta leik á ferlinum er KR varð bikarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fjölni í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×