Fótbolti

Enn eitt jafnteflið hjá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður fékk ágætt færi í fyrri hálfleik en lét verja frá sér.
Eiður fékk ágætt færi í fyrri hálfleik en lét verja frá sér. Nordic Photos / AFP

Real Madrid gæti náð ellefu stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar á morgun eftir að Barcelona gerði markalaust jafntefli við Espanyol á heimavelli.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Börsunga en var skipt af velli í hálfleik. Börsungar fengu fjölda færa, sérstaklega í síðari hálfleik, til að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki.

Real Madrid mætir Racing Santander á morgun og getur með sigri farið ansi langt með að tryggja sér spænska meistaratitilinn.

Tveir aðrir leikir voru í gangi á sama tíma í kvöld. Real Betis vann 3-1 sigur á Atletico Bilbao á útivelli og Zaragoza vann 3-0 sigur á Recreativo.

Barcelona hefur nú gert þrjú jafntefli í röð í spænsku úrvalsdeildinni og ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×