Menning

Klassískt hádegi í Hafnarborg

Edda Austmann söngkona
Kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á morgun.
Edda Austmann söngkona Kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á morgun.

Níundu tónleikar ársins í hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, fara fram á morgun kl. 12. Þá koma þar fram þær Edda Austmann sópransöngkona og Antonía Hevesi, píanóleikari og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar, og leika tónlist eftir tónskáldin Mozart, Donizetti og Verdi.

Hafnarborg hefur frá því í ágúst 2003 staðið fyrir mánaðarlegum hádegistónleikum sem notið hafa talsverðra vinsælda. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk í Hafnarfirði til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar, aðgangseyrir er enginn og þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×