Íslenski boltinn

Enn einn sigurinn hjá ÍR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
ÍR vann í kvöld 1-0 sigur á Aftureldingu í 2. deild karla en Mosfellingar eru þó enn í öðru sæti deildarinnar.

Það er þó útlit fyrir spennandi baráttu um hvaða lið fylgir ÍR-ingum upp í 1. deildina.

ÍR er nú með 53 stig og er þegar búið að tryggja sér efsta sæti deildarinnar. Liðið er með fjórtán stiga forystu á Aftureldingu.

Afturelding á nú tvo leiki eftir og er með sjö stiga forystu á Víði sem á reyndar fjóra leiki eftir. Hvöt er svo í fjórða sæti, átta stigum á eftir Aftureldingum og á þrjá leiki eftir.

Þá vann Tindastóll afar mikilvægan útisigur á Hamari í Hveragerði. Liðið er þar með nánast sloppið við falldrauginn.

Völsungur og ÍH eru bæði með sautján stig eftir nítján leiki en Hamar er í neðsta sæti með sextán stig eftir tuttugu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×