Körfubolti

Hamar enn ósigrað á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Grindavík.
Úr leik með Grindavík.

Hamar heldur áfram góðu gengi sínu í Iceland Express deild kvenna í kvöld með sigri á Grindavík á útivelli, 83-80.

Þá mætti Valur liði Snæfells á heimavelli og vann fimm stiga sigur, 52-47.

Hamar náði strax undirtökunum í leiknum í kvöld og var með fimm stiga forystu í hálfleik, 35-30. Staðan eftir þriðja leikhluta var 59-47 en Grindvíkingar minnkuðu bilið verulega í síðasta leikhlutanum.

Julia Demirer var stigahæst í liði Hamars með 37 stig og La Kiste Barkus kom næst með 22 stig. Pálína Skúladóttir skoraði 24 stig fyrir Grindavík og Ingibjörg Jakobsdóttir sextán.

Signý Hermannsdóttir var stigahæst hjá Val með fimmtán stig og Þórunn Bjarnadóttir kom næst með fjórtán stig. Detra Ashley skoraði sextán stig fyrir Snæfell.

Hamar er í efsta sæti deildarinnar með átta stig, Valur í því þriðja með sex og Grindavík í fimmta sæti með fjögur. Snæfell er í næstneðsta sæti en án stiga, rétt eins og Fjölnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×