Íslenski boltinn

KR vann nauman sigur á KB

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Daði Jóhannsson, markvörður KB, átti stórleik í kvöld.
Ragnar Daði Jóhannsson, markvörður KB, átti stórleik í kvöld. Mynd/Daníel

KR vann í kvöld nauman 1-0 sigur á þriðjudeildarliði KB úr Breiðholti. Leikur Fram og Hvatar frá Blönduósi var framlengdur.

Björgólfur Takefusa skoraði sigurmark KR-inga í kvöld í upphafi síðari hálfleiks. KR-ingar voru miklu meira með boltann í kvöld en markvörður KB, Ragnar Daði Jóhannsson, átti stórleik í kvöld.

KB-ingar gerðu þó tilkall til vítaspyrnu í fyrrahálfleik og áttu skot í slána í þeim síðari.

Úrvalsdeildarliðin Breiðablik, KR, Keflavík, FH og Valur komust í kvöld áfram í 16-liða úrslitin ásamt Hamar sem vann 2-1 sigur á Selfossi í grannaslag í kvöld.

Fram og Valur unnu nauma sigra á neðrideildarliðum í kvöld.

Úrslit leikja í kvöld:



Breiðablik - KA 1-0

1-0 Prince Rajcomar (37.).



KR - KB 1-0


1-0 Björgólfur Takefusa (49.).



Fjölnir - KFS 6-0


1-0 Ólafur Páll Johnson (16.), 2-0 Pétur Georg Markan (56.), 3-0 Tómas Leifsson (71.), 4-0 Tómas Leifsson (84.), 5-0 Ásgeir Aron Ásgeirsson (85.), 6-0 Ólafur Páll Snorrason (88.).

Keflavík - Stjarnan 2-1

1-0 Magnús Þorsteinsson (32.), 2-0 sjálfsmark (33.), 2-1 Edilon Hreinsson (90.).

Fjarðabyggð - FH 0-2

Hamar - Selfoss 2-1

Fram - Hvöt 2-1

Þór - Valur 0-1

Liðin í 16-liða úrslitum:



Landsbankadeild karla
:

HK

Grindavík

Fylkir

Breiðablik

FH

Fram

Fjölnir

Valur

Keflavík

KR

1. deild karla:

Víkingur

ÍBV

Haukar

2. deild karla:

Víðir

Reynir S.

Hamar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×