Körfubolti

Ísland tapaði í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/TCU/Keith Robinson

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði fyrir Hollandi í dag, 81-70, í B-deild Evrópukeppninnar.

Ísland hafði yfirhöndinna í hálfleik, 32-31, eftir að Holland leiddi eftir fyrsta leikhlutann, 16-13.

Ísland tók svo góða forystu í þriðja leikhluta og breytti stöðunni úr 48-45 í 59-48. Þegar fjórði leikhlutinn hófst var staðan 61-53 fyrir Ísland en þá náði Holland ótrúlegum leikkafla þar sem liðið skoraði 28 stig í röð. Það dugði til sigurs.

Þetta er byggt á beinni lýsingu frá leiknum sem birtist á heimasíðu FIBA Europe.

Helena Sverrisdóttir skoraði 29 stig í leiknum og tók 7 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir og Signý Hermannsdóttir voru hvor með ellefu stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×