Körfubolti

Jón Arnór: Barátta og leikgleði

Jón Arnór var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig
Jón Arnór var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig

Jón Arnór Stefánsson vitnaði í Ólaf bróður sinn þegar Vísir náði tali af honum eftir sigur íslenska landsliðsins á Dönum í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann var mjög ánægður með stemminguna í íslenska liðinu.

"Mér fannst liðið sýna meiri yfirvegun en verið hefur undanfarin ár og það er virkilegur stígandi í þessu hjá okkur. Við vorum ákveðnir í að vinna þennan fyrsta leik upp á framhaldið í þessari keppni og upp á sjálfstraustið. Stemmingin í liðinu var frábær og við héldum alltaf áfram þó við værum drulluþreyttir," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn.

"Það á að einkenna íslenskt landslið, þessi barátta og þessi leikgleði eins og Óli bróðir (Ólafur Stefánsson, handboltakappi) segir alltaf. Þessi barátta á alltaf að vera til staðar. Við vissum hvað þetta danska lið ætlaði að gera og við vorum tilbúnir undir það. Við vorum yfirvegaðir og héldum ró okkar. Það var leikplanið hjá okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×