Fótbolti

Eyjólfur Sverrisson tekur við U-21 árs liðinu á ný

AFP

Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá samningi við Eyjólf Sverrisson um að þjálfa U-21 árs landslið karla næstu tvö árin. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag.

Eyjólfur er öllum hnútum kunnugur í starfinu en hann var þjálfari U-21 árin 2003-05 - áður en hann tók við A-landsliðinu. Eyjólfur tekur við af Lúkasi Kostic.

Þá hefur samningur þeirra Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og Guðna Kjartanssonar verið framlengdur, en þeir komu A-landsliði kvenna sem kunnugt er á EM.

Þá má geta þess að Gunnar Guðmundsson fyrrum þjálfari HK hefur verið fenginn til að taka við U-17 karla, Þorlákur Árnason fyrrum þjálfari Fylkis tekur við U-17 kvenna.

Kristinn Jónsson var endurráðinn sem þjálfari U-19 karla og sömu sögu er að segja af Frey Sverrissyni þjálfara U-16 karla.

Nánar um málið hér








Fleiri fréttir

Sjá meira


×