Íslenski boltinn

Lék með HK skömmu fyrir fyllerísferðina til Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danny Brown, leikmaður Cambridge United og fyrrum leikmaður HK.
Danny Brown, leikmaður Cambridge United og fyrrum leikmaður HK. Nordic Photos / Getty Images

Í gær sagði Vísir frá sögu Danny Brown sem fyrir tíu árum síðan fór til reynslu hjá Bolton en klúðraði stóra tækifærinu með því að detta ærlega í það.

Brown var þá leikmaður Leyton Orient en fyrr um sumarið var hann lánaður til HK sem lék þá í 1. deildinni. Brown tók þátt í sjö leikjum með liðinu en fór svo aftur til Leyton Orient um miðjan júlí.

Í bókinni Íslensk knattspyrna 1998 segir að Brown hafi verið kallaður aftur til félagsins vegna fyrirhugaðar sölu hans.

Brown sagði í viðtali við The Sun að hann hefði klúðrað tækifæri sínu hjá Bolton með því að skrifa mikið magn af áfengi á hótelreikninginn sinn fyrir sig og félaga sína.

Í næsta herbergi var Eiður Smári Guðjohnsen sem var þá að stíga sín fyrstu skref með Bolton. Honum svíði enn þegar hann sér Eið Smára í leik með Barcelona en Brown er í dag fyrirliði utandeildarliðsins Cambridge United.


Tengdar fréttir

Ég fór á fyllerí, Eiður fór að sofa

Breska blaðið Sun birti skemmtilegt viðtal við knattspyrnumanninn Danny Brown um helgina þar sem hann rifjar upp hvernig stór mistök eyðilögðu stóra tækifærið hans fyrir áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×