Íslenski boltinn

Forföll í landsliðinu

Grétar Rafn Steinsson verður ekki með á Möltu
Grétar Rafn Steinsson verður ekki með á Möltu Mynd/AntonBrink

Nokkur forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem í morgun hélt til Möltu þar sem það spilar á æfingamóti dagana 2.-6. febrúar.

Ólafur Jóhannesson valdi 30 leikmenn í verkefnið en nokkur forföll hafa orðið í hópnum. Þeir Veigar Páll Gunnarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Matthías Guðmundsson og Jóhannes Karl Guðjónsson eru allir meiddir og því ekki tekið þátt.

Þá hafa þeir Ólafur Ingi Skúlason og Grétar Rafn Steinsson fengið frí frá verkefninu, en sá síðarnefndi er nú að koma sér fyrir á Englandi eftir að hafa gengið í raðir Bolton frá AZ í Hollandi.

Íslenska liðið spilar fyrsta leik sinn á Möltumótinu á laugardaginn þegar það mætir Hvít-Rússum klukkan 14:00. Á mánudaginn spilar liðið við heimamenn og á miðvikudaginn spilar það við Armena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×