Íslenski boltinn

FH fær varnarmanninn Halldór Kristinn frá Leikni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Halldór Kristinn Halldórsson.
Halldór Kristinn Halldórsson. Mynd/EGM

Bikarmeistarar FH hafa fengið varnarmanninn Halldór Kristinn Halldórsson frá Leikni í Breiðholti. Halldór er aðeins nítján ára gamall en þrátt fyrir það á hann rúmlega hundrað mótsleiki að baki með meistaraflokki Leiknis.

Halldór hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undanfarin ár og stærstu lið landsins fylgst grannt með honum. Hann var varafyrirliði Leiknis í fyrra og bar bandið stóran hluta tímabilsins.

Halldór lék sinn fyrsta leik á Íslandsmóti aðeins fimmtán ára gamall og á að baki landsleiki með U17 og U19 landsliðinu. Honum er ætlað að fylla skarð Sverris Garðarssonar sem er farinn til Svíþjóðar.

Hann er uppalinn hjá Leikni og kemur til FH á lánssamningi til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×