Körfubolti

Snæfell lagði Grindavík

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfibolta í kvöld. Stórleikurinn var í Stykkshólmi þar sem heimamenn í Snæfelli lögðu Grindavík í miklum spennuleik 75-72.

Justin Shouse var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig, Magni Hafsteinsson og Anders Katholm skoruðu 12 stig og Hlynur Bæringsson skoraði 11 stig og hirti 16 fráköst.

Hjá Grindavík var Jamaal Williams atkvæðamestur með 27 stig, Páll Axel Vilbergsson skoraði 17 stig og Igor Beljanski skoraði 11 stig og hirti 12 fráköst. 

Þá unnu Þórsarar auðveldan sigur á Fjölni 106-81 fyrir norðan og eru svo gott sem öruggir í úrslitakeppnina. Cedric Isom var stigahæstur Þórsara í leiknum í kvöld með 27 stig og 9 stoðsendingar, Luka Marolt skoraði 23 stig og Óðinn Ásgeirsson skoraði 22 stig og hirti 7 fráköst.

Anthony Drejaj var stigahæstur í liði Fjölnis með 28 stig og Sean Knitter skoraði 18 stig. Fjölnismenn eru þegar fallnir úr úrvalsdeildinni ásamt Hamarsmönnum.

Grindvíkingar eru sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, fjórum á eftir toppliðum Keflavíkur og KR, en Snæfell er í fimmta sætinu með 24 stig líkt og Njarðvík sem situr í fjórða sætinu.

Þórsarar eru í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig líkt og ÍR sem er í sjöunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×