Íslenski boltinn

Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn

Rúnar Kristinsson mun kortleggja norska landsliðið fyrir Ólaf
Rúnar Kristinsson mun kortleggja norska landsliðið fyrir Ólaf Mynd/GVA

Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu tilkynnti KSÍ að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fengi fjóra aðstoðarmenn til að hjálpa sér að kortleggja andstæðinga liðsins í undankeppni HM.

Þetta eru þeir Willum Þór Þórsson þjálfari Vals, Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis, Rúnar Kristinsson yfirmaður knattspyrnumála hjá KR og Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.

Þeim verður ætlað að fylgjast með leikjum mótherja íslenska liðsins og mun Willum fá það verkefni að fylgjast með hollenska liðinu, Leifur því skoska, Rúnar því norska og Kristján skoðar lið Makedóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×