Handbolti

Guðmundur valdi sinn fyrsta hóp

Guðmundur og Óskar sátu blaðamannafund HSÍ í hádeginu
Guðmundur og Óskar sátu blaðamannafund HSÍ í hádeginu Mynd/Vilhelm

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan hann tók við A-landsliði karla á dögunum. Á blaðamannafundi í hádeginu staðfesti HSÍ ráðningu Óskars Bjarna Óskarssonar í stöðu aðstoðarþjálfara og þá var Kristján Halldórsson ráðinn íþróttastjóri HSÍ.

Kristján mun fá það verkefni að stýra B-landsliði Íslands og sinna fræðslumálum hjá HSÍ, en verður auk þess fengið að hafa sérstaka umsjón með markvörðum og stærri leikmönnum.

Íslenska A-landsliðið kemur saman til æfinga um páskana og mun æfa dagana 17.-22. mars í Austurbergi. Til greina hafði komið að leika æfingaleiki við Norðmenn um páskana en ákveðið var að hætta við það af frumkvæði Guðmundar landsliðsþjálfara. Hann vill nota páskana til að vinna með liðið.

Jaliesky Garcia gaf ekki kost á sér enda er hann að ná sér af meiðslum, en Sturla Ásgeirsson frá Arhus er þarna valinn í landsliðshópinn í fyrsta sinn. 

Landsliðshópur Guðmundar:

Markverðir:

Birkir Ívar Guðmundsson, Lubbecke

Björgvin Þór Gústafsson, Fram

Hreiðar Guðmundsson, Savehof

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Flensburg

Andri Stefan, Haukum

Arnór Atlason, FCK

Ásgeir Örn Hallgrímsson GOG

Bjarni Fritzson, St. Raphae

Einar Hólmgeirsson, Flensburg

Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach

Hannes Jón Jónsson, Fredericia

Logi Geirsson, Lemgo

Ólafur Stefánsson , Ciudad Real

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Sigfús Sigurðsson, Ademar Leon

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Sturla Ásgeirsson, Arhus (nýliði)

Sverre Jakobsson, Gummersbach

Vignir Svavarsson, Skjern




Fleiri fréttir

Sjá meira


×