Fótbolti

Real Madrid að kaupa Fabiano?

NordcPhotos/GettyImages

Spænska dagblaðið Marca fullyrðir að forráðamenn Real Madrid séu við það að kaupa brasilíska framherjann Luis Fabiano frá Sevilla og það án vitneskju Andalúsíufélagsins.

Marca segir að 65% af samningi Brasilíumannsins sé þannig í eigu fyrirtækis sem kallast GSI - á ekki ósvipaðan hátt og þeir Carlos Tevez og Javier Mascherano voru þegar þeir komu til West Ham á umdeildan hátt forðum.

Sagt er að Ramon Calderon forseti Real hafi þegar fengið jákvæð viðbrögð frá GSI um að selja hlut sinn í samningi leikmannsins fyrir um 15 milljónir evra.

Forráðamenn Sevilla vilja meina að ákvæði í samningi sínum sem komi í veg fyrir að hann fari fyrir minna en 60 milljónir evra.

Málið er hið flóknasta, en Fabiano er sagður vilja fara frá Sevilla eftir að vopnaðir menn rændu fjölskyldu hans fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×