Fótbolti

Slæmt tap hjá Barcelona

Betis fagnaði góðum sigri á Barca
Betis fagnaði góðum sigri á Barca NordcPhotos/GettyImages

Barcelona mistókst í kvöld að saxa á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið náði 2-0 forystu snemma leiks gegn Betis en þurfti að sætta sig við 3-2 tap eftir góðan endasprett heimamanna.

Bojan og Eto´o komu Barcelona í 2-0 eftir aðeins rúman stundarfjórðung en það var svo Edu sem tryggði Betis sigur með marki undir lokin. Edu hefur skoraði 13 mörk í deildinni í vetur, einu fleira en Eto´o hjá Barcelona.

Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Barcelona í kvöld en fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn. Real Madrid hefur því enn fjögurra stiga forskot á toppnum og mætir Mallorca á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×