Fótbolti

Eiður lék í tuttugu mínútur í markalausu jafntefli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Barcelona og Getafe. Xavi Hernandez og Lucas Licht eigast hér við.
Úr leik Barcelona og Getafe. Xavi Hernandez og Lucas Licht eigast hér við.

Hvorki Villareal né Barcelona tókst í kvöld að nýta sér það að Real Madrid tapaði stigum í gær. Ekkert af toppliðunum þremur tókst því að vinna sinn leik þessa helgina og Real Madrid með sjö stiga forystu.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður þegar 22 mínútur voru eftir af leik Barcelona og Getafe. Honum tókst ekki að skora frekar en öðrum leikmönnum og úrslitin markalaust jafntefli.

Fyrr í kvöld vann Sevilla 2-0 sigur á Villareal en með sigri hefði Villareal getað minnkað forystu Madridinga niður í fjögur stig. Luis Fabiano og Freddie Kanoute skoruðu mörk Sevilla.

Real Madrid gerði 1-1 jafntefli gegn Mallorka í gær. Þegar sjö umferðir eru eftir af spænsku deildinni er Real Madrid með 66 stig í efsta sæti en Barcelona og Villareal hafa 59 stig hvort lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×