Fótbolti

Mark Romario kjörið hið besta í sögu Barcelona (myndbönd)

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Romario í leik gegn Gary Pallister og félögum í Manchester United árið 1994.
Romario í leik gegn Gary Pallister og félögum í Manchester United árið 1994. Nordic Photos / Getty Images

Á dögunum stóð spænska dagblaðið El Mundo Deportivo fyrir kosningu á heimasíðu sinni um hvert væri besta mark Barcelona frá upphafi. Brasilíumaðurinn Romario hafði vinninginn.

Romario tilkynnti í vikunni að hann væri endanlega hættur knattspyrnuiðkun en hann skoraði meira en 1000 mörk á ferlinum, að eigin sögn.

Hann lék með Barcelona á árunum 1993 til 1995 þar sem hann skoraði til að mynda þrennu í ótrúlegum 5-0 sigri Börsunga á Real Madrid, tímabilið 1993-94.

Markið fékk nítján prósent atkvæða og hafði betur en markið sem Maradona skoraði, einnig gegn Real Madrid, leiktíðina 1982-83.

Í þriðja sæti var markið sem Lionel Messi skoraði gegn Getafe í spænsku bikarkeppninni en það þótti minna mikið á frægasta mark allra tíma - er Maradona skoraði eftir að hafa spólað sig í gegnum ensku vörnina á HM í Mexíkó árið 1986.

Hér má sjá myndbönd af mörkunum þremur:

1. Romario (fyrsta markið)

2. Maradona

3. Messi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×