Íslenski boltinn

Tap í Teheran

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiðar Helguson bar fyrirliðabandið í dag.
Heiðar Helguson bar fyrirliðabandið í dag.

Íran vann sanngjarnan 1-0 sigur á Íslandi er liðin mættust í vináttulandsleik í Teheran í dag.

Eina mark leiksins kom á 54. mínútu. Íranir náðu þá skyndisókn, sendu boltann út á vinstri vænginn. Þaðan kom sending í teiginn og var erfitt að sjá hvort það var Írani eða varnarmaður Íslands sem potaði boltanum í netið. Það var þó líklega Kristján Örn Sigurðsson sem setti boltann í netið.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar lengstum í leiknum og skapaði lítið. Matthías Vilhjálmsson komst næst því að skora á 84. mínútu en Íranir björguðu á línu.

Íslenska liðið fer nú til Lúxemborg en þar á liðið leik á laugardag. Þá koma nokkrir sterkir leikmenn til liðs við hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×