Íslenski boltinn

3. deildin: Góðir sigrar hjá Völsungi, Ými og KFS

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fyrir Völsung í dag.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fyrir Völsung í dag. Mynd/123.is/volsungur

Átta liða úrslitin í 3. deild karla hófust í dag. Þá fóru fram fyrri leikir liðanna en leikið er heima og heiman í átta liða úrslitunum.

Þrír leikir enduðu með 1-3 útisigrum hjá Völsungi, Ými og KFS. Þessi lið standa því óneitanlega vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer á þriðjudaginn.

Í undanúrslitum mætast sigurvegararnir úr leikjum Ægis/Völsungs og Hvíta riddarans/KFS annars vegar og sigurvegararnir úr leikjum Álftanes/Ýmis og Hugins/KV hins vegar.

Úrslit dagsins:

Ægir 1 - 3 Völsungur

0-1 Hermann Aðalgeirsson ('15)

0-2 Bjarki Baldvinsson ('26)

0-3 Elfar Árni Aðalsteinsson ('29)

1-3 Ársæll Jónsson ('73)

Rautt spjald: Ingimar Helgi Finnsson (Ægir) ('96)

Álftanes 1 - 3 Ýmir

0-1 Úlfar Freyr Jóhannsson

0-2 Þorsteinn Gestsson

1-2 Sveinn Guðmundsson

1-3 Villý Þór Ólafsson

Huginn 1 - 0 KV

1-0 Friðjón Gunnlaugsson

Hvíti riddarinn 1 - 3 KFS

1-0 Birgir Freyr Ragnarsson

1-1 Trausti Hjaltason (Víti)

1-2 Sæþór Jóhannesson

1-3 Þórður Halldórsson

Markaskorarar fengnir frá fótbolti.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×