Íslenski boltinn

Igor Pesic snýr aftur upp á Skaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Igor Pesic lék síðast með ÍA sumarið 2006.
Igor Pesic lék síðast með ÍA sumarið 2006.

Skagamenn hafa fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í 1. deild karla en eins og er liðið í miðri fallbaráttu í deildinni eftir erfiðan júlímánuð. Igor Pesic er kominn aftur til liðsins en hann lék með liðinu frá 2005 til 2006. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Igor lék síðast með Fram sumarið 2007 en hann á að baki 23 leiki og 2 mörk fyrir Skagamenn í efstu deild. Hann er 27 ára gamall.

„Igor hefur lengi haft áhuga á að snúa aftur til Íslands og þá sérstaklega á Skagann. Igor kemur væntanlega til landsins innan fárra daga, en handavinna er í því fólgin að fá vegabréfsáritun fyrir hann.

Igor er miðvallarleikmaður og vonandi kemur hann til með að auka valkosti Skagamanna á því svæði. Ekki er útlit fyrir að aðrir leikmenn komi til liðsins í leikmannaglugganum eins og staðan er núna, en leitað var eftir ýmsum valkostum, sem taldir voru geta styrkt liðið," segir á heimasíðu Skagamanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×