Íslenski boltinn

Sex breytingar á byrjunarliðinu gegn Georgíu - Grétar Rafn fyrirliði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld.
Grétar Rafn Steinsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld. Mynd/Anton

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvelllinum í kvöld kl. 19.30. Ólafur gerir 6 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Noreg í undankeppni HM 2010 á laugardag.

Þeir sem voru í byrjunarliðinu á laugardag en leika ekki í kvöld eru Sölvi Geir Ottesen (meiddur), Aron Einar Gunnarsson (lék með U21 í gær), Brynjar Björn Gunnarsson (frí), Eiður Smári Guðjohnsen (frí), Rúrik Gíslason (lék með U21 í gær) og Heiðar Helguson (meiddur).

Inn koma þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Ólafur Ingi Skúlason, Stefán Gíslason, Helgi Valur Daníelsson, Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson.

Byrjunarliðið á móti Georgíu í kvöld:

Markvörður - Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður - Grétar Rafn Steinsson (fyrirliði)

Vinstri bakvörður - Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðverðir - Kristján Örn Sigurðsson og Indriði Sigurðsson

Varnartengiliðir - Stefán Gíslason og Helgi Valur Daníelsson

Sóknartengiliður - Ólafur Ingi Skúlason

Hægri kantmaður - Veigar Páll Gunnarsson

Vinstri kantmaður - Emil Hallfreðsson

Miðframherji - Garðar Jóhannsson










Fleiri fréttir

Sjá meira


×