Fótbolti

Eyjólfur: Strákarnir mættu einbeittir til leiks

Ómar Þorgeirsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson. Mynd/E. Stefán

„Við áttum frábær upphlaup og nokkra góða leikkafla og í heildina litið var þetta mjög gott. Við byrjuðum leikinn mjög vel og ég var mjög ánægður hvað

strákarnir mættu einbeittir til leiks og tóku leikinn strax í sýnar hendur.

Menn voru bara ákveðnir að vinna leikinn og það er það sem við komum til þess að gera og það er það sem við gerðum," sagði landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson ánægður í leikslok eftir 0-6 sigur Íslands gegn San Marinó í undankeppni EM 2011 í kvöld.

Íslenska liðið skaust á topp riðilsins með sigrinum en Tékkar, sem eru jafnir Íslandi að stigum, eiga einn leik til góða.

Eyjólfur varð reyndar að horfa á leikinn úr stúkunni þar sem hann fékk að líta rautt spjald í leik Íslands og Norður-Írlands um miðjan október en aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson stýrði liðinu af hliðarlínunni í kvöld.

Einn annar leikur fór fram í riðli Íslands en þar gerðu Norður-Írar 1-1 jafntefli gegn Þjóðverjum en þau úrslit henta íslenska liðinu mjög vel þar sem Ísland er búið að vinna báða leiki sína gegn Norður-Írum en á báða leiki sína eftir gegn Þjóðverjum. Næsti leikur Íslands er einmitt gegn Þjóðverjum á útivelli í mars. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×