Íslenski boltinn

Spilað um verslunarmannahelgina í sumar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar gætu lent í því að spila um Verslunarmannahelgina fari þeir áfram í Evrópukeppninni.
KR-ingar gætu lent í því að spila um Verslunarmannahelgina fari þeir áfram í Evrópukeppninni. Mynd/Daníel

Á kynningarfundi fyrir Pepsi-deild karla og kvenna í dag kom fram hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, að gott gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni í ár gæti þýtt að að í sumar fari fram leikir um Verslunarmannahelgina.

FH, Keflavík, Fram og KR taka öll þátt í Evrópukeppni félagsliða sem hefst um mitt sumar og þá hefur þátttaka 19 ára landsliðs kvenna og A-landsliðs kvenna í úrslitakeppnum EM mikil áhrif á uppröðun Pepsi-deildar kvenna.

Eins og Pepsi-deild karla lítur út núna er síðasti leikur fyrir Verslunarmannahelgi mánudaginn 27. júlí en fyrsti leikur eftir Verslunarmannahelgina er miðvikudaginn 5. ágúst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×