Íslenski boltinn

Dómaranefnd KSÍ vill enga spennu á vellinum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Vals í efstu deild kvenna.
Úr leik Stjörnunnar og Vals í efstu deild kvenna. Mynd/Stefán

Á heimasíðu knattspyrnusambands Íslands birtist í dag tilkynning frá Dómaranefnd KSÍ þar sem minnt var á að óheimlt sé að bera hárspennur í leikjum á vegum sambandsins.

Segir þar að dómaranefndin vilji að gefnu tilefni vekja athygli á því að leikmönnum er óheimilt að bera hárspennur í leikjum og vísar svo til 4. greinar knattspyrnulaganna þar sem segir:

„Leikmaður má ekki nota búnað eða klæðast neinu því sem er hættulegt honum sjálfum eða öðrum leikmönnum þar með talið hvers kyns skartgripum."

Í „Túlkun knattspyrnulaganna og leiðbeiningar til dómara" kemur ennfremur fram eftirfarandi:

„Allir skartgripir (hálsmenn, hringar, armbönd, eyrnalokkar, leðurólar, gúmmíteygjur o.s.frv.) eru stanglega bannaðir og ber að fjarlægja. Notkun límbands (plástra) til að hylja skartgripi er ekki fullnægjandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×