Tónlist

Kassagítarrokk frá Kuroi

Hljómsveitin Kuroi heldur útgáfutónleika á Grand Rokk á laugardaginn.
Hljómsveitin Kuroi heldur útgáfutónleika á Grand Rokk á laugardaginn.

Hljómsveitin Kuori heldur útgáfutónleika á Grand Rokki á laugardaginn til að kynna nýja EP-plötu sína. Sveitin leikur kassagítarrokk undir áhrifum frá sveitum á borð við Led Zeppelin, Sunny Day Real Estate og Alice in Chains.

„Hún er búin að vera dágóðan tíma í smíðum,“ segja þeir félagar Leifur Björnsson og Daníel Auðunsson um plötuna. „Við álítum okkur tilbúna núna til að fara með hana út í þjóðfélagið.“ Leifur og Daníel eru einnig í hljómsveitunum Foreign Monkeys og Árstíðir, sem gefa báðar út plötur á árinu. „Þetta byrjaði sem kassagítardjamm og við unnum okkur út úr því með bandinu,“ segja þeir.

Nafnið óvenjulega Kuroi er fengið úr japönsku og þýðir dökkur. „Það er töff að hafa flott orð sem fólk tengir við góða músík,“ segja þeir.

Útgáfutónleikarnir hefjast klukkan 23, þar sem Retro Stefson stígur einnig á svið. Aðgangseyrir er 500 krónur og verður nýja platan seld á kynningarverði. Tóndæmi má nálgast á www.myspace.com/kuroimikado. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×