Íslenski boltinn

Sara: Tapið hvatti okkur áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk í leik með Breiðabliki.
Sara Björk í leik með Breiðabliki. Mynd/Rósa
Sara Björk Gunnarsdóttir sagði að það hefði reynst Blikum vel að tapa fyrir Þór/KA í deildinni á föstudaginn síðastliðinn.

Liðin mættust að nýju í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í kvöld og vann þá Breiðablik 2-1 sigur.

„Þetta var erfiður leikur eins og allir leikir í bikarnum," sagði hún. „Við vorum mjög svekktar eftir tapleikinn þar sem þær voru einfaldlega betri en við. En það hvatti okkur áfram í kvöld."

„Við spiluðum ágætlega í kvöld og náðum að nýta kantana vel. Við voru þó ekki að koma okkur í ekki nógu góð færi og þau sem við fengum hefðum við mátt nýta betur. Mér fannst við þó betri í kvöld og þetta verðskuldaður sigur."

„Það er dýrmætt að halda lífi í bikarnum og við viljum vinna þennan titil rétt eins og hinn. Það verður ekkert gefið eftir í."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×