Tónlist

Nýtt lag frá Lifun

Nýtt lag á leiðinni.
Nýtt lag á leiðinni.

Hljómsveitin Lifun vakti athygli síðasta sumar með laginu „Hörku djöfuls fanta ást" eftir Björgvin Ívar Baldursson við texta Bjartmars Guðlaugssonar. Björgvin er sonarsonur Rúnars Júlíussonar.

Lifun, sem skírð er eftir þekktustu plötu Trúbrots, vinnur nú að sinni fyrstu breiðskífu sem á að koma út næsta sumar. Rúnar lagði til við sonarsoninn að hann útsetti lagið „Fögur fyrirheit" og tæki það upp. Það lag er nú komið í spilun í útvarpi. Rúnar samdi lagið á sínum tíma fyrir safnplötuna Innrás: kornflex og kanaúlpur. Hann hafði nýlega heyrt hljómsveitina spila lagið á æfingu og lagt blessun sína yfir það þegar hann kvaddi jarðvistina svo óvænt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×