Íslenski boltinn

Kristinn Steindórsson og Jóhann Laxdal í fyrsta sinn í 21 árs liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal verst KR-ingnum Björgólfi Takefusa í leik liðanna á dögunum.
Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal verst KR-ingnum Björgólfi Takefusa í leik liðanna á dögunum. Mynd/Stefán

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðs karla, hefur valið 20 manna hóp fyrir heimaleiki á móti Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM. Íslenska liðið mætir Norður Írum á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og leikur við San Marínó fer síðan fram á Grindavíkurvelli þriðjudaginn 13. október.

Eyjólfur velur að þessu sinni tuttugu leikmenn í hópinn því þeir Rúrik Gíslason og Aron Einar Gunnarsson munu einungis leika fyrri leikinn þar sem þeir eru í A landsliðinu sem mætir Suður Afríku 13. október.

Tveir nýliðar eru í hópnum því þeir Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki og Jóhann Laxdal úr Stjörnunni hafa ekki spilað áður fyrir 21 árs landsliðið..

21 árs Landsliðshópurinn:

Markmenn

Haraldur Björnsson, Val

Óskar Pétursson, Grindavík

Varnarmenn

Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham United FC

Hjörtur Logi Valgarðsson, FH

Skúli Jón Friðgeirsson, KR

Jósef Kristinn Jósefsson, Grindavík

Jón Guðni Fjóluson, Fram

Andrés Már Jóhannesson, Fylki

Elfar Freyr Helgason, Breiðablii

Jóhann Laxdal, Stjörnunni

Miðjumenn

Birkir Bjarnason, Viking FK

Bjarni Þór Viðarsson, KSV Roselare

Aron Einar Gunnarsson, Coventry

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar

Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki

Almarr Ormarsson, Fram

Kristinn Steindórsson, Breiðabliki

Sóknarmenn

Rúrik Gíslason, Odense BK

Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar

Alfreð Finnbogason, Breiðabliki






Fleiri fréttir

Sjá meira


×