Fótbolti

Ísland - Holland - myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Vilhelm

Það var fín stemning á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti stórliði Hollands í fínu veðri.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og fangaði stemninguna.

Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Flottir. Þessir landsliðsmenn framtíðarinnar löbbuðu inn á völlinn með hetjunum sínum.Mynd/Vilhelm
Hermann Hreiðarsson hér í baráttu á teignum.Mynd/Vilhelm
Hollensku áhorfendurnir settu sinn svip á stemninguna.Mynd/Vilhelm
Tólfan stóð fyrir sínu.Mynd/Vilhelm
Arjen Robben skapaði oft mikinn usla í gær en Gunnleifur sá við honum hvað eftir annað.Mynd/Vilhelm
Hermann Hreiðarsson lét Van Persie finna fyrir því í gær.Mynd/Vilhelm
Eiður Smári var brosmildur um tíma.Mynd/Vilhelm
Pálmi Rafn var duglegur en mátti oftar en ekki við margnum.Mynd/Vilhelm
Hermann og Robben voru mestu mátar eftir leikinn.Mynd/Vilhelm
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson fylgist með boltanum.Mynd/Vilhelm
Gunnleifur var frábær í markinu og ver hér frá Robben.Mynd/Vilhelm
Gunnleifur öskrar sína menn áfram.Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×