Fótbolti

Ekkert gengur hjá KR-ingum í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Valdimarsson tryggði Fylki sigurinn á KR í dag.
Kristján Valdimarsson tryggði Fylki sigurinn á KR í dag.

Það gengur ekkert hjá KR-ingum í Lengjubikarnum en liðið tapaði fyrir Fylki í dag og á eftir að vinna sinn fyrsta sigur í keppninni eftir fjóra leiki.

Valur Fannar Gíslason og Kristján Valdimarsson skoruðu mörk Fylkis eftir að Prince Rajcomar hafði komið KR í 1-0. Mark Vals Fannars var úr vítaspyrnu. Fylkismenn eru með 6 stig í þriðja sæti riðilsins og eiga enn möguleika á að komast í 8 liða úrslitin.

Víkingar unnu 4-0 stórsigur á Njarðvík í Lengjubikarnum í dag þar sem Egill Atlason skoraði tvö mörk og þeir Knútur Rúnar Jónsson og Grétar Ali Khan voru með eitt mark hvor. Þetta var fyrsti sigur Víkinga í keppninni.

Andri Júlíusson skoraði þrennu í 5-0 sigri ÍA á Víkingi Ólafsvík og þeir Kristinn Aron Hjartarson og Halldór Jón Sigurðsson innsigluðu sigurinn.

Breiðablik vann KA 2-1 fyrir norðan. Haukur Baldvinsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson komu Blikum í 2-0 en Bjarni Pálmason minnkaði muninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×