Fótbolti

Grétar: Sýndu af hverju þeir eru númer tvö á heimslistanum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Anton

Varnarmaðurinn Grétar Rafn Steinsson var svekktur með að íslenska liðið hafi ekki náð að halda lengur út á móti Hollandi án þess að fá á sig mark í gær.

Það hefði vissulega verið erfitt að vinna sig upp úr því á móti jafn sterkum mótherja og hollenska liðinu að fá á sig tvö mörk svo snemma leiks.

„Það var náttúrulega hræðilegt að fá á sig mark svona snemma og planið sem við lögðum upp með fór þá aðeins út um þúfur og þeir refsa okkur svo fyrir það með öðru marki. Við áttum í erfiðleikum með að halda boltanum í fyrri hálfleik og þeir gengu á lagið og sýndu af hverju þeir eru númer tvö á heimslistanum. Þeir eru með frábært lið," segir Grétar Rafn.

„Gunnleifur átti frábæran leik og bjargaði andlitinu á okkur í fyrri hálfleik og við náðum svo að klóra okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Ég meina að það voru allir að berjast fyrir hverjum einasta bolta á móti einu besta liði í heimi. Ef við hefðum náð að halda markinu hreinu lengur, þá hefðum við kannski getað strítt þeim eitthvað meira en við gerðum," segir Grétar Rafn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×