Íslenski boltinn

Basel - KR lýst beint í KR-útvarpinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Örn Jónsson verður í sviðsljósinu með KR í kvöld.
Gunnar Örn Jónsson verður í sviðsljósinu með KR í kvöld. Mynd/Valli

KR-ingar mæta svissneska liðinu Basel á St. Jakob Park í seinni leik liðanna í Evrópudeild UEFA klukkan 17:30. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á KR-vellinum eftir að KR hafði komist í 2-0 eftir aðeins níu mínútna leik.

KR-ingar eiga möguleika áð fylgjast með sínum mönnum þrátt fyrir að þeir hafi ekki komist með liðinu út til Sviss. Leiknum verður lýst beint í KR-útvarpinu 98,3 og þá ætla KR-ingar einnig að hittast á Rauða ljóninu og horfa á leikinn.

Smelltu hér til að hlusta á KR-útvarpið á netinu

Seinni leikur KR og gríska liðsins Larissa var einnig sýndur í beinni á Rauða ljóninu á dögunum en þá var mjög góð mæting og mikil stemmning og síðan mikill fögnuður í lokin þegar KR var komið áfram.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 að staðartíma í Sviss sem er klukkan 17.30 á íslenskum tíma.

KR (4-5-1): Stefán Logi Magnússon - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f.), Mark Rutgers, Jordão Da Encarnação Diogo - Bjarni Eggerts Guðjónsson - Gunnar Örn Jónsson, Baldur Sigurðsson, Atli Jóhannsson, Óskar Örn Hauksson - Björgólfur Hideaki Takefusa.

Varamenn: Atli Jónasson, Egill Jónsson, Guðmundur Benediktsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Eggert Rafn Einarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×