Körfubolti

Verðum að passa skytturnar

Fannar Ólafsson, leikmaður KR.
Fannar Ólafsson, leikmaður KR.
"Það hjálpaði til að tapa á mánudaginn og það verður vonandi aukalegt spark í rassinn," sagði miðherjinn Fannar Ólafsson hjá KR við Vísi þegar hann var spurður út í úrslitaleikinn við Stjörnuna.

KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag.

"Við erum miklu meira en tilbúnir í þennan leik og hefðum í raun verið til í að spila þennan leik strax eftir Grindavíkurleikinn. Við munum koma af miklum krafti í þetta og það mun sjást frá fyrstu mínútu frá okkur," sagði Fannar einbeittur á svip.

KR-ingar eru fyrirfram álitnir sigurstranglegri í leiknum, enda hefur liðið aðeins tapað einum leik í öllum keppnum í vetur. En hvað þurfa KR-ingar að varast í úrslitaleiknum?

"Við verðum að passa að skytturnar þeirra detti ekki í stuð fyrir utan. Það er þeirra leikur. Við verðum að gæta þess að missa þá Kjartan (Atla Kjartansson), Jovan (Zdravevski) og Justin (Shouse) ekki í stuð. Við verðum að klippa þá Jovan og Shouse sérstaklega út. Shouse er sérstaklega mjög hættulegur og hann hefur fengið aukið hlutverk í þessu liði og spilað mjög vel síðan Teitur tók við," sagði Fannar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×