Kvennagrúppa spilar 15. janúar 2009 06:00 Tónlist Trio Nordica: Bryndís, Mona og Auður. Kvennagrúppan Trio Nordica hefur um fimmtán ára skeið haldið saman og spilað margbreytilega tónlist fyrir landann og erlenda áheyrendur, tekið upp hljómplötur og gefið út. Á sunnudaginn koma þær fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Á efnisskránni hjá þeim stöllum eru þrjú verk, sitt úr hverri áttinni: píanótríó í f-moll eftir Dvorák, tríó eftir Henze og píanótríó eftir Taneyev. Er um frumflutning að ræða á tríói Taneyevs hér á landi, en tríóið er afar krefjandi og stórbrotið. Trio Nordica skipa Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Kontra píanóleikari. Taneyev er ekki kunnur hér á landi en hann fæddist 1856 og lést 1915, kominn af tónlistarfólki, lærði hjá Tchaikovskí og var honum handgenginn, kunnur píanóleikari á sinni tíð og kennari, setti saman stórt fræðilegt verk um kontrapunkt og minna um canónuna. Hann var alfræðingur en leit á tónsmíðar sem stærðfræðilegt verkefni. Eftir hann liggja mörg verk af fjölbreytilegu tagi, þeirra á meðal ópera sem sækir texta í Oresteiu Eskilosar. Verk Dvoráks og Henze eru kunnari hér á landi. Tríóið hefur leikið víðs vegar og fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Fram undan er fjöldi tónleika, meðal annars á Íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð. Tríóið mun vera með tónleika á Listahátíð í Reykjavík 2009. Trio Nordica hefur nýlokið upptökum á geisladisk gefnum út af INTIM Musik, með verkum eftir Elfridu Andrée, en hún var sænskt tónskáld, fædd 1841 og lést 1929. Hún var framarlega í sveit framakvenna á sinni tíð og naut álits í Svíþjóð en hún starfaði sem organisti við dómkirkjuna í Gautaborg. Meðal verka hennar má nefna óperuna Friðþjófs sögu, fjórar sinfóníur oog smærri verk meðal annars fyrir tríó sem þær stöllur hafa nú hljóðritað. Tónleikaröð Kammermúsíkklúbbsins er aðgengileg á vefsíðu klúbbsins www.kammer.is, en tónleikar hans hafa um langt árabil verið í Bústaðakirkju. pbb@frettabladid.is Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kvennagrúppan Trio Nordica hefur um fimmtán ára skeið haldið saman og spilað margbreytilega tónlist fyrir landann og erlenda áheyrendur, tekið upp hljómplötur og gefið út. Á sunnudaginn koma þær fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Á efnisskránni hjá þeim stöllum eru þrjú verk, sitt úr hverri áttinni: píanótríó í f-moll eftir Dvorák, tríó eftir Henze og píanótríó eftir Taneyev. Er um frumflutning að ræða á tríói Taneyevs hér á landi, en tríóið er afar krefjandi og stórbrotið. Trio Nordica skipa Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Kontra píanóleikari. Taneyev er ekki kunnur hér á landi en hann fæddist 1856 og lést 1915, kominn af tónlistarfólki, lærði hjá Tchaikovskí og var honum handgenginn, kunnur píanóleikari á sinni tíð og kennari, setti saman stórt fræðilegt verk um kontrapunkt og minna um canónuna. Hann var alfræðingur en leit á tónsmíðar sem stærðfræðilegt verkefni. Eftir hann liggja mörg verk af fjölbreytilegu tagi, þeirra á meðal ópera sem sækir texta í Oresteiu Eskilosar. Verk Dvoráks og Henze eru kunnari hér á landi. Tríóið hefur leikið víðs vegar og fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Fram undan er fjöldi tónleika, meðal annars á Íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð. Tríóið mun vera með tónleika á Listahátíð í Reykjavík 2009. Trio Nordica hefur nýlokið upptökum á geisladisk gefnum út af INTIM Musik, með verkum eftir Elfridu Andrée, en hún var sænskt tónskáld, fædd 1841 og lést 1929. Hún var framarlega í sveit framakvenna á sinni tíð og naut álits í Svíþjóð en hún starfaði sem organisti við dómkirkjuna í Gautaborg. Meðal verka hennar má nefna óperuna Friðþjófs sögu, fjórar sinfóníur oog smærri verk meðal annars fyrir tríó sem þær stöllur hafa nú hljóðritað. Tónleikaröð Kammermúsíkklúbbsins er aðgengileg á vefsíðu klúbbsins www.kammer.is, en tónleikar hans hafa um langt árabil verið í Bústaðakirkju. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira