Íslenski boltinn

Alfreð er sá tíundi sem skorar tvennu í bikarúrslitaleik í Laugardalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason á ferðinni í úrslitaleiknum í dag.
Alfreð Finnbogason á ferðinni í úrslitaleiknum í dag. Mynd/Daníel
Blikinn Alfreð Finnbogason varð í dag tíundi leikmaðurinn sem nær því að skora tvö mörk í bikarúrslitaleik síðan farið var að leika úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Alfreð skoraði bæði mörk Blika sem gerðu 2-2 jafntefli við Fram en tryggði sér sigur í vítakeppni.

Alfreð er aftur á móti langyngsti leikmaðurinn sem nær að skora tvennu í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum en hann bætti met þeirra Þórarins Kristjánssonar og Sigurlásar Þorleifssonar um fjögur ár.

Alfreð er tvítugur en Þórarinn og Sigurlás voru 24 ára þegar þeir skoruðu sínar tvennur. Sigurlás skoraði tvennu fyrir ÍBV á móti Fram 1981 og Þórarinn skoraði tvö mörk fyrir Keflavík á móti KA í úrslitaleiknum árið 2004.

Tvennur í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli

1976 Hermann Gunnarsson, Val 2 (Bikarmeistari eftir 3-0 sigur á ÍA)

1981 Sigurlas Þorleifsson, ÍBV 2 (Bikarmeistari eftir 3-2 sigur á Fram)

1985 Pétur Ormslev, Fram 2 (Bikarmeistari eftir 3-1 sigur á Keflavík)

1986 Pétur Pétursson,ÍA 2 (Bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Fram)

1987 Guðmundur Steinsson, Fram 2 (Bikarmeistari eftir 5-0 sigur á Víði)

1989 Guðmundur Steinsson, Fram 2 (Bikarmeistari eftir 3-1 sigur á KR)

2001 Hreinn Hringsson, KA 2 (silfur eftir 4-5 tap í vítakeppni á móti Fylki)

2004 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík (Bikarmeistari eftir 3-2 sigur á KA)

2009 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki (Bikarmeistari eftir 5-4 sigur í vítakeppni á móti Fram)

Þrennur í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli

1992 Anthony Karl Gregory, Val 3 (Bikarmeistari eftir 5-2 sigur á KA)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×