Tónlist

GusGus með tónleika

Hljómsveitin GusGus heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Nasa 20. mars.
Hljómsveitin GusGus heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Nasa 20. mars.
GusGus heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Nasa 20. mars. Hljómsveitin spilaði síðast hér á landi á Iceland Airwaves-hátíðinni við fínar undirtektir.

Eftir það spilaði GusGus erlendis, meðal annars í Moskvu, Tókýó og Berlín. Síðastnefndu tónleikarnir voru lofaðir í hástert af þýskum fjölmiðlum og sjónvarpsstöðinni MTV sem voru á tónleikunum ásamt útsendurum virtra plötuútgefenda sem hafa verið áhugasamir um hljómsveitina.

Á tónleikunum á Nasa mun GusGus vafalítið gefa áheyrendum forsmekkinn af væntanlegri plötu sinni, 24/7 sem kemur út í júní. Forsala miða á tónleikana fer fram á Midi.is og í Skífunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×