Íslenski boltinn

Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari Valsmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári með Selfoss.
Gunnlaugur Jónsson náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári með Selfoss. Mynd/Arnþór

Gunnlaugur Jónsson mun ekki þjálfa Selfossliðið í Pepsi-deildinni næsta sumar því Gunnlaugur hefur ákveðið að gerast þjálfari Valsmanna og taka þar við starfi Atla Eðvaldssonar.

Selfoss fór upp úr 1. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins á fyrsta ári Gunnlaugs sem þjálfara í meistaraflokki. Þetta kom fyrst fram á mbl.is.

Gunnlaugur Jónsson var spilandi þjálfari Selfossliðsins í sumar en hann hafði áður tilkynnt það að hann myndi leggja knattspyrnuskónna á hilluna eftir þetta tímabil.

Gunnlaugur er 34 gamall og á að baki 193 leiki í efstu deild karla fyrir KR og ÍA. Hann var fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Skagamanna árið 2001.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×