Íslenski boltinn

Fjórði bikarmeistaratitilinn sem vinnst í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar fögnuðu vel í stúkunni í leikslok.
Blikar fögnuðu vel í stúkunni í leikslok. Mynd/Daníel

Breiðablik varð í dag fjórða liðið í sögu bikarkeppninnar sem vinnur bikarinn í vítakeppni í bikarúrslitaleiknum. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, varð hinsvegar að sætta við að tapa öðru sinni í vítakeppni í bikarúrslitaleik.

Valur varð fyrsti bikarmeistarinn eftir vítakeppni þegar liðið vann 5-4 sigur á KR í vítakeppni eftir 0-0 markalaust jafntefli í aukaleik um bikarinn árið 1990.

Keflvíkingar urðu bikarmeistarar 1997 eftir 5-4 sigur í vítakeppni eftir markalaust jafntefli á móti ÍBV í aukaleik um bikarinn.

Fylkir vann bikarinn í vítakeppni árið 2002 eftir 2-2 jafntefli á móti KA í úrslitaleik. Fylkir vann vítakeppnina 5-4 en þjálfari KA var einmitt Þorvaldur Örlygsson, núverandi þjálfari Fram.

Blikar unnu síðan 5-4 sigur á Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í dag eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli í sjálfum leiknum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×