Körfubolti

Fjórir reynsluboltar hættir að þjálfa í körfunni í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ingimundarson er farinn að þjálfa Solna í Svíþjóð.
Sigurður Ingimundarson er farinn að þjálfa Solna í Svíþjóð. Mynd/Stefán

Það er ekki bara Sigurður Ingimundarson sem er hættur að þjálfa í Keflavík eftir áralangt þjálfarastarf hjá félaginu. Á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að þrír aðrir reynslumiklir þjálfara verði ekki áfram hjá félaginu í vetur.

„Eitt af því sem að einkennt hefur starf körfunnar í Keflavík er að litlar mannabreytingar hafa verið í þjálfun hjá deildinni. Nú horfir svo við í ár að fjórir reyndir þjálfarar hætta allir í einu hjá deildinni," segir í fréttinni á heimsíðu Keflavíkur.

Þjálfararnir eru auk Sigurðar Ingimundarsonar, Margrét Sturlaugsdóttir sem þjálfar nú í Njarðvík og svo þeir Jón Guðbrandsson og Guðbrandur Stefánsson sem munu ekki þjálfa hjá deildinni í vetur.

Keflvíkingar eru þó ekki í vandræðum með þjálfara hjá sér og reynslumiklir þjálfarar eins og Jón Guðmundsson, Einar Einarsson og Jón Halldór Eðvaldsson þjálfa áfram hjá félaginu. Það má sjá þjálfara Keflavíkur í vetur hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×