Íslenski boltinn

Gary Wake: Staðráðnar í að fá ekki silfur tvær helgar í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Wake, þjálfari Breiðabliks og Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði liðsins.
Gary Wake, þjálfari Breiðabliks og Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði liðsins. Mynd/ÓskarÓ

Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Breiðablik getur þar með unnið sinn fyrsta stóra titil síðan árið 2005 þegar liðið vann tvöfalt.

„Þær eru allar heilar hlakka bara til að spila þennan leik og allar staðráðnar í að fá ekki silfur tvær helgar í röð. Við hugsuðum ekkert um þennan leik fyrr en daginn eftir að við spiluðum síðasta leikinn í Pepsi-deildinni. Síðasti leikurinn var gríðarlega mikilvægur. Við þurftum að vinna stórt og okkar fókus var að klára Pepsi-deildina fyrst. Síðan einbeita sér að bikarúrslitaleiknum. Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna," segir Gary í viðtalinu en Breiðablik tryggði sér annað sætið í Pepsi-deild kvenna í lokaumferðinni um síðustu helgi.

„Valur hefur ekki sigrað okkur á Íslandsmótinu í sumar. En þá vorum við með tvo mjög góða leikmenn sem við erum búin að missa. En þetta er hörkugott lið sem við erum að fara að mæta og að mínu mati áttu þær skilið að verða Íslandsmeistari. Ég tel okkur vera litla liðið en að sama skapi finnst mér það gott af því að það er ekki mikil pressa á okkur," segir Gary ennfremur í viðtalinu sem má finna í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×