Körfubolti

Valur og Fjölnir með sigra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rob Hodgson, þjálfari og leikmaður Vals.
Rob Hodgson, þjálfari og leikmaður Vals. Mynd/Arnþór

Valur og Fjölnir unnu sína leiki í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla. Fjölnir vann góðan sigur á Haukum í Hafnarfirði, 80-71.

Tvö lið komast í efstu deild karla í körfubolta karla og hefur Hamar þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og þar með sæti í efstu deild.

Næstu fjögur lið í deildinni mætast í úrslitakeppni um eitt laust sæti og fór fyrsta umferðin fram í dag. Fjölnir varð í fjórða sæti deildarinnar og Haukar því þriðja.

Þá vann Valur sigur á KFÍ á heimavelli, 75-69, eftir að staðan var 44-36, Val í vil. Rob Hodgson skoraði átján stig fyrir Val og tók þrettán fráköst. Hjá KFÍ var Craig Schoen stigahæstur með 28 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×