Körfubolti

Ágúst þarf að vera á tveimur stöðum á sama tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla og kvennaliðs Hamars í Iceland Express deildunum.
Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla og kvennaliðs Hamars í Iceland Express deildunum. Mynd/Valli
Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla og kvennaliðs Hamars í körfunni þarf að taka erfiða ákvörðun á næstu dögum því hann þarf hreinlega að velja á milli liða sinna sem eru að fara spila leiki um að komast í átta liða úrslit bikarsins.

Það er nefnilega búið að raða upp leikjum í 16 liða úrslitum Subway-bikars karla og kvenna og þar eru liðin hans að spila á sama tíma - klukkan 19.15 sunnudagskvöldið 6. desember.

Karlalið Hamars spilar þá við Snæfell í Stykkishólmi en kvennaliðið mætir KR í DHL-Höllinni. Heimaliðin ráða sjálf hvenær bikarleikirnir fara fram og vildu bæði Snæfell og KR spila leikina á þessum tíma.

Leikirnir í 16 liða úrslitum

Subwaybikar karla:

5. desember

Kl. 14.00 Laugdælir-Tindastóll - Laugarvatn

Kl. 15.00 Breiðablik-ÍBV - Smárinn

Kl. 15.00 Hrunamenn-Njarðvík - Flúðir

Kl. 15.00 Grindavík-Ármann - Grindavík

Kl. 16.00 Valur-Keflavík - Vodafone-höllin

6. desember

Kl. 19.15 Skallagrímur-Fjölnir - Borgarnes

Kl. 19.15 Snæfell-Hamar - Stykkishólmur

Kl. 19.15 KFÍ-ÍR - Ísafjörður

Subwaybikar kvenna:

5. desember

Kl. 13.00 Keflavík-Grindavík - Toyota-höllin

Kl. 14.00 Haukar-Valur - Ásvellir

Kl. 15.00 Keflavík b-Þór Ak. - Toyota-höllin

Kl. 16.00 Laugdælir-Stjarnan - Laugarvatn

6. desember

Kl. 17.00 Skallagrímur-Fjölnir - Borgarnes

Kl. 19.15 KR-Hamar - DHL-höllin

7. desember

Kl. 20.00 Grindavík b-Njarðvík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×