Fótbolti

Conte orðaður við Juventus

NordicPhotos/GettyImages

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Antonio Conte muni líklega verða næsti þjálfari Juventus. Conte lék áður með Juventus en er núverandi þjálfari Bari.

Conte mun hafa óskað eftir því að fá nýjan samning við Bari, en félagið mun ekki vera tilbúið að borga honum þau laun sem hann óskar eftir.

Forseti Bari hefur þegar lýst því yfir að félagið geti lítið gert að því ef Juventus kemur kallandi og verði því líklega að sætta sig við að missa þjálfarann.

Ciro Ferrara var fenginn til að stýra Juventus eftir að Claudio Ranieri var látinn fara á dögunum, en hann hefur skyldum að gegna hjá ítalska landsliðinu og því mun hann ekki koma til greina sem næsti þjálfari Juventus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×