Íslenski boltinn

Pape skoraði aftur í öðrum sigri 19 ára liðsins á Skotum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pape Mamadou Faye skoraði 3 mörk í tveimur sigurleikjum á móti Skotum.
Pape Mamadou Faye skoraði 3 mörk í tveimur sigurleikjum á móti Skotum. Mynd/Stefán

Íslenska 19 ára landsliðið vann annan sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi á þremur dögum þegar íslensku strákarnir unnu vináttulandsleik þjóðanna 3-1 í dag.

Pape Mamadou Faye skoraði fyrra mark íslenska liðsins í dag en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á mánudaginn. Mark Pape kom eftir aðeins 15 mínútna leik en Skotar jöfnuðu þremur mínútum siðar.

Valsarinn Arnar Sveinn Geirsson skoraði annað mark íslenska liðsins á 36. mínútu en hann er sonur Geirs Sveinssonar, fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.

Þriðja og síðasta markið skoraði síðan KA-maðurinn Andri Fannar Stefánsson úr vítaspyrnu á 86. mínútu leiksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×