Íslenski boltinn

Selfoss deildarmeistari í 1. deild

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sævar Þór varð markakóngur 1. deildar.
Sævar Þór varð markakóngur 1. deildar.

Selfyssingar kórónuðu frábært sumar hjá sér með því að vinna 4-2 sigur gegn ÍA í lokaleik sínum í 1. deild karla og hömpuðu fyrir vikið deildarmeistaratitlinum.

Andri Júlíusson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik en Selfyssingar svöruðu með fjórum mörkum í röð í síðari hálfleik en Jón Guðbrandsson skoraði tvö mörk og Henning Jónasson og Sævar Þór Gíslason skoruðu eitt mark hvor.

Skagamenn náðu svo að klóra aðeins í bakkann með marki Pálma Haraldssonar í blálokin.

Sævar Þór varð markakóngur 1. deildar með 19 mörk í 21 leik sem er sannarlega frábær árangur.

Úrslit dagsins:

Selfoss-ÍA 4-2

HK-KA 2-3

Víkingur R.-ÍR 4-1

Þór-Haukar 2-3

Víkingur Ó.-Fjarðabyggð 1-1

Leiknir R.-Afturelding 3-2










Fleiri fréttir

Sjá meira


×