Íslenski boltinn

Utandeildarliðið Carl fær Íslandsmeistara FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson, FH og Tómas Ingi Tómasson, Carl, eru báðir gamlir Eyjamenn.
Tryggvi Guðmundsson, FH og Tómas Ingi Tómasson, Carl, eru báðir gamlir Eyjamenn. Mynd/Valli

Dregið var í 32-liða úrslit bikarkeppni KSÍ nú í hádeginu. Þar vakti helst athygli að eina utandeilarliðíð í pottinum, Carl, var dregið gegn Íslandsmeisturum FH.

Carl er skipað mörgum gömlum kempum úr boltanum, svo sem Tómasi Inga Tómassyni og Herði Má Magnússyni sem skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kjalnesingum í 2. umferð bikarsins. Meðal annarra leikmanna má nefna Finn Kolbeinsson, Rút Snorrason, Sverri Sverrisson og Þorvald Makan.

Einn úrvalsdeildarslagur er á dagskrá en þar mætast lið Fylkis og Stjörnunnar. Þessi lið mættust nýlega í Pepsi-deild karla þar sem Stjarnan vann 2-1 sigur.

Þá mætast einnig lið Grindavíkur og ÍA en síðarnefnda liðið leikur í 1. deildinni. Önnur athyglisverð viðureign er slagur grannliðanna í Gróttu og KR.

32-liða úrslitin:

Keflavík - Einherji

Carl - FH

Grindavík - ÍA

Haukar - Fjarðabyggð

Hvöt - Breiðablik

Selfoss - Höttur

Þór - Víkingur Ó.

Fylkir - Stjarnan

Valur - Álftanes

KA - Afturelding

Víðir - Þróttur

ÍBV - Víkingur R.

Fram - Njarðvík

Reynir - KV

Fjölnir - HK

Grótta - KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×