Íslenski boltinn

1. deild: Frækinn sigur Þórs gegn erkifjendunum í KA

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá leik KA og Þórs fyrr í sumar.
Frá leik KA og Þórs fyrr í sumar. Mynd/Hjalti Þór

Tveir leikir fóru fram í 13. umferð 1. deildar karla í kvöld.

Þórsarar unnu 3-2 sigur gegn KA í 1. deildinni í Akureyrarslag á nýjum og glæsilegum heimavelli sínum. Ármann Pétur Ævarsson skoraði sigurmarkið í blálok venjulegs leiktíma.

Matthías Örn Friðriksson og Einar Sigþórsson komu Þór í 2-0 eftir 25. mínútna leik en David Disztl minnkaði muninn stuttu síðar.

Dean Martin spilandi þjálfari KA jafnaði svo metin þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks en Ármann Pétur skoraði sigurmarkið eins og segir og frækinn sigur Þórs í höfn.

Leiknir tók á móti ÍA í Breiðholtinu og var staðan enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Heimamenn í Leikni tóku hins vegar forystu eftir um klukkutíma leik þegar Gunnar Einarsson skoraði með skalla. Skagamenn voru þó ekki af baki dottnir og Gísli Freyr Brynjarsson jafnaði leikinn á 73. mínútu og þar við sat.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×